Bananar með hnetusmjöri og súkkulaði

Bananar með hnetusmjöri og súkkulaði

Frosnir bananabitar með hnetusmjöri og súkkulaðihjúp
Undirbúningur 10 minutes
Heildar tími 1 hour
Máltíð Millimál

Hráefni
  

 • 2-3 stk Bananar
 • Hnetusmjör Fínt eða gróft eftir smekk
 • 100 g Suðusúkkulaði Hér er notað 70%
 • 1 tsk Ólífuolía

Leiðbeiningar
 

 • Skerið bananana í sneiðar (ekki of þunnar)
 • Setjið um 1/2 tsk af hnetusmjöri á bananasneið og lokið með annari bananasneið (búa til bananasamloku með hnetusmjöri) og leggið á disk með bökunarpappír. Gott að hafa á tveimur diskum.
 • Setjið diskinn með bananasamlokunum í frysti og leyfið að vera í um 1 klst.
 • Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði með 1 tsk af ólífuolíu rétt áður en bananabitarnir eru teknir úr frysti
 • Takið bananabitana úr frysti. Takið aðeins annan diskinn út í einu svo bananarnir slakni ekki of mikið
 • Dýfið bananabitunum í súkkulaðið (nóg er að dýfa 1/2 banananum ofan í súkkulaðið). Einnig er hægt að setja súkkulaðið yfir bananana með skeið.
 • Þegar súkkulaðið er komið á bananana má setja sjávarsalt ef vill og setja svo aftur í frysti og leyfa þeim að vera þar í um 15 mínútur og eftir það er hægt að njóta þeirra og geyma svo áfram í frysti og taka út og borða beint.

Plöntupunktar

Einnig er til önnur útgáfa sem er líka rosalega góð með döðlumauki að auki. En þá eru döðlur lagðar í bleyti í um 5 mín með heitu vatni og settar í blandara þar til verður að mauki. Döðlumaukið er þá sett í bananasamlokuna á eftir hnetusmjörinu. En þá er gott að frysta á milli hnetusmjörs og döðlumauks áður en bananalokið er sett á.
Stikkorð Bananar, Gott, Hnetusmjör, Millimál, Þægilegt