Glúteinlausar Brownie með hnetusmjörs og pekanfyllingu

Glúteinlausar brownies með hnetusmjörs og pekanfyllingu

Hnetusmjörs og pekan fylltar brownies sem eru glúteinlausar og næra þarmaflóruna
Undirbúningur 10 minutes
Eldunartími 15 minutes
Heildar tími 25 minutes
Máltíð Bakstur

Hráefni
  

 • 2 stk Epli lítil, eða 1 stórt
 • 5 stk Döðlur
 • 2 msk Olía
 • Vatn smá
 • 1 dós Svartar baunir
 • 3,5 dl Glúteinlaust hveiti Ef þurfa ekki að vera glúteinlausar má nota venjulegt hveiti
 • 2 dl Bökunarkakó
 • 1 dl Púðursykur
 • 1/2 tsk Xanthan gum Ef þurfa ekki að vera glúteinlausar má sleppa
 • 1 tsk Vínsteinslyftiduft Ef þurfa ekki að vera glúteinlausar má nota annað lyftiduft
 • 65 g Smjör
 • 2 stk Egg
 • 100 g Saxað suðusúkkulaði
 • 90-100 g Pekanhnetur

Hnetusmjörsfylling

 • 1,5 dl Hnetusmjör
 • 1 stk Egg
 • 1 msk Sýróp

Leiðbeiningar
 

 • Kveikið á ofninum á 175°C blástur
 • Skrælið eplin og skerið niður í minni bita. Setjið eplabitana í pott ásamt döðlunum og smá vatni, gott að miða við að vatnið nái yfir um helming þess sem er í pottinum þannig að smá epli standi upp úr.
  Sjóðið og hrærið þar til eplin verða mjúk. Slökkvið þá undir pottinum.
 • Skolið svörtu baunirnar vel í sigti. Blandið svörtu baununum, eplunum og döðlunum ásamt olíu saman í pottinn og maukið með töfrasprota eða setjið í blandara og maukið saman.
 • Öll þurrefni eru sett saman í skál og blandað vandlega saman við bauna, epla og döðlumaukið. Bætið söxuðu súkkulaði út í og blandið saman við.
 • Finnið form, gott er að nota ferkantað form. Klæðið formið með bökunarpappír. Setjið 2/3 af deiginu í formið.
 • Blandið öllum hráefnunum í hnetusmjörsblönduna saman í skál og blandið vandlega saman. Eðlilegt er að blandan verði mjög þykk. Gott er að forma hnetusmjörsblönduna með höndunum eins og þunnar sneiðar og raða ofan á brownie deigið. Saxið og stráið pekanhnetum yfir hnetusmjörsblönduna og næst restina af brownie deiginu yfir.
 • Setjið inn í miðjan ofninn og bakið við 175°C í 12-15 mínútur
 • Svo er bara að njóta með t.d. ís, rjóma, vanilluskyri eða bara ein og sér

Plöntupunktar

Þessi brownie er um 5-6 plöntupunktar
Stikkorð Brownies, Glúteinlausar, Hnetusmjör, Pekanhnetur, Svartar baunir