Thelma Rut býður upp á einstaklingsmiðaða fjar-næringarmeðferð og ráðgjöf. Einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf er miðuð út frá þörfum hvers og eins einstaklings.
Við bjóðum upp á næringarmeðferð fyrir einstaklinga með ýmis næringarvandamál, svo sem:
meltingarvandamál, sykursýki, eftirfylgni eftir efnaskiptaaðgerðir, ofnæmi eða óþol, fyrir þá sem vilja auka fjölbreytni í fæðuvali eða skoða matarhegðun og aðstoða einstaklinga við að byggja upp heilbrigt samband við mat.
Fjarviðtölin eiga sér stað í gegnum fjarfundarlausn Kara Connect, en Kara Connect uppfyllir öll persónuverndarskilyrði sem skiptir okkur hjá Meltingu & Vellíðan miklu máli.
Skráning í fjarviðtal fer fram í gegnum vef Kara Connect:
Viðtölin eru yfirleitt í kringum 45-60 mínútur.
Verð: 17.000 kr.
Athugið að mörg stéttarfélög niðurgreiða þessa þjónustu.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við næringarfræðing í gegnum tölvupóstfangið thelma@meltingogvellidan.is