Ofnbakaður hafragrautur

Ofnbakaður hafragrautur

Ofnbakaður hafragrautur

Þennan ofnbakaða hafragraut er tilvalið að gera um helgar til að njóta og ef það er afgangur að eiga fyrir næstu daga.
Þessi uppskrift er í algjöru uppáhaldi hjá okkur og er gerður reglulega á okkar heimilum.
Undirbúningur 10 minutes
Eldunartími 30 minutes
Heildar tími 45 minutes
Máltíð Bakstur, Morgunverður
Skammtur fyrir 8

Hráefni
  

Grunnur 1

 • 3 stk Epli
 • 2 dl Frosin bláber
 • 4 stk döðlur
 • 1/2 tsk kanill

Grunnur 2

 • 4 dl Tröllahafrar
 • 4 dl Haframjöl
 • 1 dl Pekanhnetur saxaðar
 • 1 tsk Kanill
 • 1/2 tsk Salt
 • 2 tsk Vanilludropar
 • 1 tsk Lyftiduft

Grunnur 3

 • 4 stk Egg
 • 5 dl Mjólk Jurta eða kúa, hér notuð sojamjólk
 • 3 msk olía
 • 1/2 tsk salt

Leiðbeiningar
 

 • Takið miðlungsstórt eldfast mót og kveikið á ofninum á blæstri við 180°C
 • Skerið niður epli í teninga og setjið neðst í eldfasta mótið. Næst eru frosnum bláberjum bætt ofan á, ásamt söxuðum döðlum og í lokin er kanil stráð yfir.
 • Í grunni 2 er öllum hráefnunum blandað saman í stóra skál
 • Öllum hráefnum í grunni 3 er blandað saman í miðlungs stóra skál
 • Grunni 3 er blandað við grunn 2 í stóru skálina og öllu blandað vel saman
 • Blöndunni er hellt yfir grunn 1 í eldfasta mótið og dreift vel úr
 • Dreifið nokkrum s-xuðum pekan hnetum yfir eldfasta mótið og setjið inn í ofn í 180°C í um 30 mínútur.
 • Mjög gott er að bera þetta fram með grískri jógúrt eða skyri.

Video

Plöntupunktar

Stikkorð hafragrautur, Morgunverður