Glúteinlausar hafrapönnukökur

Glúteinlausar hafrapönnukökur

Hægt er að hafa þessar hafrapönnukökur glúteinlausar og nota þá glúteinlaust hveiti fyrir þá sem það þurfa eða nota venjulegt hveiti og þá eru þær ekki glúteinlausar.
Undirbúningur 10 minutes
Eldunartími 10 minutes
Heildar tími 20 minutes
Máltíð Bakstur, Morgunverður
Skammtur fyrir 4

Hráefni
  

 • 3 dl Hafrar Fyrir glúteinlausar að nota hafra sem eru unnir í glúteinlausri verksmiðju
 • 1 dl Glúteinlaust hveiti Ef þurfa ekki að vera glúteinlausar er hægt að nota venjulegt hveiti
 • 2 msk Chiafræ
 • 2 msk Hörfræ
 • 1/2 stk Banani
 • 1 tsk Kanill
 • 1 tsk Vanilludropar
 • 1/2 tsk Salt
 • 1 tsk Lyftiduft
 • 2 stk Egg
 • 3-5 dl Mjólk (kúamjólk/sojamjólk/haframjólk/möndlumjólk)

Leiðbeiningar
 

 • Setjið öll hráefnin saman í blandara og blandið vel saman.
 • Leyfið að standa í 5-10 mínútur áður en pönnukökurnar eru steiktar á pönnu á báðum hliðum
 • Toppið með því sem ykkur lystir. T.d. hnetusmjör, bananar og sýróp eða smjöri og osti eða jarðarberjum og sýrópi

Plöntupunktar

Stikkorð Glúteinlaust, Hafrapönnukökur