Kjúklingabauna taco – með mangósalsa, guacamole og pikkluðum rauðlauk

Kjúklingabauna taco

Tacoveislur geta verið algjört partý fyrir bragðlaukana og þarmaflóruna. Hægt er að leika sér með meðlæti og hráefni.
En þetta kjúklingabaunataco með mangósalsa, guacamole og pikkluðum rauðlauk er ótrúlega bragðgott.
Undirbúningur 20 minutes
Eldunartími 10 minutes
Heildar tími 30 minutes
Máltíð Aðalréttir
Cuisine Mexican
Skammtur fyrir 4

Búnaður

 • 1 Skurðarbretti
 • 1 Hnífur
 • 1 Panna

Hráefni
  

Kjúklingabaunataco

 • 12-16 stk Litlar tortillas eða taco skeljar
 • 2 dósir Kjúklingabaunir
 • 2 tsk Cajun krydd
 • 1 tsk Papriku krydd
 • 1/2 tsk Salt
 • 1 tsk Hvítlauksduft
 • 1 msk Olía til steikingar
 • 3-4 msk Vegan majónes eða Japanskt majones (ekki vegan)
 • 1 tsk Sambal oleik mauk eða annað chilli mauk Má sleppa
 • Nachos ef vill

Mangó salsa

 • 5-7 stk Kirsuberjatómatar
 • 1/4 stk Rauðlaukur
 • 1 Handfylli Kóríander
 • 1/2 stk Safi úr lime
 • 1/2 stk Mangó
 • 1/4 stk Agúrka
 • klípa Salt

Guacamole

 • 2 stk Avocado
 • 1/2 stk Lime safi
 • 1 Handfylli Kóríander
 • 1 stk Hvítlauksrif eða hvítlauksduft
 • klípa Salt

Pikklaður rauðlaukur

 • 1 stk Rauðlaukur
 • 1/2 bolli Eplaedik
 • 1 msk Sykur
 • 1,5 tsk salt
 • 1 bolli Heitt vatn

Leiðbeiningar
 

Pikklaður rauðlaukur (hægt að gera klukkutíma áður eða daginn áður)

 • Skerið rauðlaukinn mjög þunnt og setjið í hreina lokanlega krukku
 • Blandið saman öðrum hráefnum: eplaedik, sykur, salt og heitt vatn í skál og leysið upp sykurinn
 • Hellið edikblöndunni yfir rauðlaukinn í krukkunni og leyfið að standa í opinni krukku í um klukkustund
 • Eftir klukkustund er hægt að nota rauðlaukinn beint eða loka krukkunni og geyma í kæli í allt að 3 vikur

Mangó salsa

 • Skerið tómata, mangó og gúrku í litla bita og setjið í skál
 • Saxið rauðlaik og kóríander smátt og bætið í skálina
 • Kreistið safa úr lime og saltið
 • Hrærið saman og smakkið til

Guacamole

 • Hægt er að gera þetta guacamole á tvennskonar vegu.
 • Ef þið viljið hafa það gróft er gott að stappa avocadoið eða merja í morteli, saxa kóríanderinn og saxa hvítlaukinn smátt, kreista limesafa yfir, krydda til með salti og hræra vel saman
 • Ef þið viljið hafa það silkimjúkt er hægt að setja öll hráefnin í matvinnsluvél og blanda þar til það verður silkimjúkt. Þá er einnig hægt að blanda smávegis af ólífuolíu samanvið til að gera enn mýkra.

Kjúklingabauna taco

 • Hellið úr kjúklingabaunadósunum í sigti og skolið og þerrið
 • Hitið pönnu á meðalhita og setjið olíu á pönnuna og kjúklingabaunirnar út á pönnuna. Bætið kryddum út í og hrærið
 • Hitið kjúklingabaunirnar í um 4-5 mínútur eða þar til þær eru orðnar stökkar og setjið svo í skál
 • Ef þið viljið chilli majónes með, hrærið saman japönsku majónesi og sambal oleik mauki saman. Hægt er að nota minna eða meira af chilli mauki eftir smekk. Annars er hægt að nota aðeins japanskt majónes.
 • Hitið tortillur eða taco skeljar í um 1-2 mínútur í heitum ofni
 • Setjið guacamole, mangósalsa, kjúklingabaunir, pikklaðan rauðlauk, chili majónes og nachos á borð og hver raðar í sína tortillu eða skel eftir smekk

Video

Plöntupunktar

 
Stikkorð Guacamole, Kjúklingabaunir, Mangó salsa, Pikklaður rauðlaukur, Taco, Tortillas