Afrískur pottréttur

Afrískur grænmetis- og baunapottréttur sem bragð er af

Afrískur pottréttur

Afrískur pottréttur

Dásamlegur grænmetis- og baunapottréttur sem gleður bragðlauka og þarmaflóruna. Þessi réttur er vegan.
Máltíð Aðalréttir

Hráefni
  

  • 2 msk Olía
  • 1 stk Laukur Gulur eða rauður
  • 1/2 stk Blómkál 1/2-1 stk
  • 1 stk Paprika
  • 4 stk Gulrætur
  • 70 g Tómatpúrra
  • 1 dós Tómatar í dós
  • 2 dósir Nýrnabaunir
  • 1 dl Vatn
  • 1 dós Kókosmjólk
  • 2 tsk Karrý
  • 2 tsk Túrmerik
  • 1 stk Grænmetisteningur
  • 1/2 tsk Kanill
  • 1 dl Döðlur Saxaðar
  • 1/2 tsk Salt

Leiðbeiningar
 

  • Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar
  • Olía sett í pott sem rúmar öll hráefnin og er laukurinn steiktur á miðlungshita
  • Á meðan er annað grænmeti skorið niður, blómkál í bita og paprika og gulrætur í þunnar sneiðar
  • Þegar laukurinn er orðinn vel mjúkur er tómatpúrru, karrý, túrmerik og kanil bætt saman við og hrært vel saman
  • Næst er grænmetinu bætt við og blandað vel saman þannig kryddblandan þekur allt grænmetið
  • Næst eru tómatar í dós, kókosmjólk, vatni og grænmetisteningi bætt saman við og hrært vel saman
  • Nýrnabaunir skolaðar og bætt saman við ásamt döðlunum
  • Leyft að malla í a.m.k. 30 mín, ef tími gefst er gott að leyfa þessu að malla lengur
  • Í lokinn að smakka til að bæta við salti eftir smekk
  • Borið fram með hrísgrjónum og salati

Plöntupunktar

Stikkorð Afrískur, Baunaréttir, Grænmetisréttir, Pottréttur