Dásamlegar ristaðar möndlur sem bragð er af

Ristaðar möndlur

Ristaðar möndlur

Ilmurinn af ristuðum möndlum er eitt af því sem kemur okkur í mikið jólaskap. Möndlur eru ekki bara bragðgóðar, heldur innihalda þær mikið af næringarefnum. Þær eru próteinríkar, innihalda trefjar, E-vítamín, B7-vítamín, kalk, fosfór, magnesíum, kopar, flavonoid o.fl.
Undirbúningur 10 minutes
Eldunartími 1 hour
Máltíð Millimál
Skammtur fyrir 4

Hráefni
  

  • 1 ½ bollar Möndlur Með hýði = Meiri trefjar
  • 1 stk Eggjahvíta
  • 1 msk Kalt vatn
  • 1 msk Hunang/sykur/púðursykur Má sleppa
  • 1 msk Kanill
  • 1 msk Vanilludropar eða möndludropar
  • ½ tsk Sjávarsalt

Leiðbeiningar
 

  • Hitið ofninn í 120°C
  • Hrærið saman í skál eggjahvítu og vatni þar til verður að froðu
  • Bætið kryddum, hunangi/sykri út í skálina ásamt möndlunum
  • Látið blönduna þekja allar möndlurnar og hellið blöndunni á bökunarplötu með bökunarpappír
  • Setjið inn í heitan ofninn og bakið í um 1 klst. Ath hrærið í möndlunum 3-4x á meðan bökunartímanum stendur. Leyfið möndlunum að kólna áður en þær eru bornar fram eða settar í krukku

Plöntupunktar

Stikkorð Jól, Möndlur, Ristaðar, Sykurlitlar