FODMAP vænar vöfflur

Lág FODMAP vöfflur eða skonsur

FODMAP vænar vöfflur

FODMAP vænar vöfflur

Bragðgóðar FODMAP vænar vöfflur sem hentar fyrir einstaklinga á lág-FODMAP mataræði. Hægt er að toppa þær með því sem þér finnst gott. Einnig er hægt að búa til pönnukökur með þessari uppskrift og eru ljúfengar með smjöri og osti.
Uppskriftin gefur um 12 til 14 vöfflur.
Þeir sem fylgja lág-FODMAP mataræði þurfa að huga að því hvaða álegg er notað. Hægt að nota t.d. smjör og ost
Undirbúningur 5 minutes

Hráefni
  

 • 3 dl Hafrar
 • 2 dl Glúteinlaust hveiti
 • 3 stk Egg
 • 1 stk Banani Gulur
 • dl Olía eða bráðið smjör
 • 2 tsk Vanilludropar
 • 1 tsk Kanill
 • 1 tsk Lyftiduft
 • ½ tsk Salt
 • 4-6 dl Laktósafri mjólk Eða sojamjólk – Þá ekki lág FODMAP

Leiðbeiningar
 

 • Öll hráefni eru sett saman í blandara og blandað saman
 • Gott er að láta degið standa í 5 mín
 • Bakið vöfflurnar í vöfflujárni eða ef pönnukökur/skonsur að baka á pönnu
 • Toppið með því sem ykkur lystir