Glúteinlausar hafrapönnukökur
Hægt er að hafa þessar hafrapönnukökur glúteinlausar og nota þá glúteinlaust hveiti fyrir þá sem það þurfa eða nota venjulegt hveiti og þá eru þær ekki glúteinlausar.
Hráefni
- 3 dl Hafrar Fyrir glúteinlausar að nota hafra sem eru unnir í glúteinlausri verksmiðju
- 1 dl Glúteinlaust hveiti Ef þurfa ekki að vera glúteinlausar er hægt að nota venjulegt hveiti
- 2 msk Chiafræ
- 2 msk Hörfræ
- 1/2 stk Banani
- 1 tsk Kanill
- 1 tsk Vanilludropar
- 1/2 tsk Salt
- 1 tsk Lyftiduft
- 2 stk Egg
- 3-5 dl Mjólk (kúamjólk/sojamjólk/haframjólk/möndlumjólk)
Leiðbeiningar
- Setjið öll hráefnin saman í blandara og blandið vel saman.
- Leyfið að standa í 5-10 mínútur áður en pönnukökurnar eru steiktar á pönnu á báðum hliðum
- Toppið með því sem ykkur lystir. T.d. hnetusmjör, bananar og sýróp eða smjöri og osti eða jarðarberjum og sýrópi