Glúteinlausar brownies með hnetusmjörs og pekanfyllingu
Hnetusmjörs og pekan fylltar brownies sem eru glúteinlausar og næra þarmaflóruna
Hráefni
- 2 stk Epli lítil, eða 1 stórt
- 5 stk Döðlur
- 2 msk Olía
- Vatn smá
- 1 dós Svartar baunir
- 3,5 dl Glúteinlaust hveiti Ef þurfa ekki að vera glúteinlausar má nota venjulegt hveiti
- 2 dl Bökunarkakó
- 1 dl Púðursykur
- 1/2 tsk Xanthan gum Ef þurfa ekki að vera glúteinlausar má sleppa
- 1 tsk Vínsteinslyftiduft Ef þurfa ekki að vera glúteinlausar má nota annað lyftiduft
- 65 g Smjör
- 2 stk Egg
- 100 g Saxað suðusúkkulaði
- 90-100 g Pekanhnetur
Hnetusmjörsfylling
- 1,5 dl Hnetusmjör
- 1 stk Egg
- 1 msk Sýróp
Leiðbeiningar
- Kveikið á ofninum á 175°C blástur
- Skrælið eplin og skerið niður í minni bita. Setjið eplabitana í pott ásamt döðlunum og smá vatni, gott að miða við að vatnið nái yfir um helming þess sem er í pottinum þannig að smá epli standi upp úr. Sjóðið og hrærið þar til eplin verða mjúk. Slökkvið þá undir pottinum.
- Skolið svörtu baunirnar vel í sigti. Blandið svörtu baununum, eplunum og döðlunum ásamt olíu saman í pottinn og maukið með töfrasprota eða setjið í blandara og maukið saman.
- Öll þurrefni eru sett saman í skál og blandað vandlega saman við bauna, epla og döðlumaukið. Bætið söxuðu súkkulaði út í og blandið saman við.
- Finnið form, gott er að nota ferkantað form. Klæðið formið með bökunarpappír. Setjið 2/3 af deiginu í formið.
- Blandið öllum hráefnunum í hnetusmjörsblönduna saman í skál og blandið vandlega saman. Eðlilegt er að blandan verði mjög þykk. Gott er að forma hnetusmjörsblönduna með höndunum eins og þunnar sneiðar og raða ofan á brownie deigið. Saxið og stráið pekanhnetum yfir hnetusmjörsblönduna og næst restina af brownie deiginu yfir.
- Setjið inn í miðjan ofninn og bakið við 175°C í 12-15 mínútur
- Svo er bara að njóta með t.d. ís, rjóma, vanilluskyri eða bara ein og sér
Plöntupunktar
Þessi brownie er um 5-6 plöntupunktar