Heimagert granóla
Granóla er bakað múslí og yfirleitt þarf þá eitthvað til að binda það saman. Hér er mptaður stappaður banani. Granóla og múslí er mjög trefjaríkt og þar er hægt að blanda alls kyns trefjagjöfum saman sem gefur fullt af plöntupunktum. Hægt er að nota granóla/múslí t.d. út á jógúrtið/ab-mjólkina, boost skálina/þeytinginn eða bara eitt og sér.Hægt er að gera þetta algjörlega að sínu með því að nota það sem hverjum og einum þykir gott og eftir því sem er til. Hægt að nota mismunandi fræ, hnetur og þurrkaða ávexti.
Hráefni
- 2 stk Bananar vel þroskaðir 1 plöntupunktur
- 1 tsk Vanilludropar
- klípa Salt
- 4 msk Vatn
- 4 dl Tröllahafrar 1 plöntupunktur
- 1 dl Sólblómafræ 1 plöntupunktur
- 1 dl Graskersfræ 1 plöntupunktur
- 1 dl Hnetur að eigin vali (hér notaðar casew hnetur og möndlur) 2 plöntupunktur (1 fyrir hverja tegund)
- 2 msk Döðlur/þurkkuð epli/gráfíkjur/aprikósur eða annað saxað. Hér notaðar döðlur 1 plöntupunktur (1 fyrir hverja tegund)
- 2 msk Kókosflögur 1 plöntupunktur
Leiðbeiningar
- Kveikið á ofninum á 180°C á blæstri.
- Stappið banana vel og blandið við vanilludropum, vatni og salti og geymið til hliðar.
- Blandið öðrum innihaldsefnum saman í stóra skál.
- landið bananablöndunni saman við í stóru skálinni og blandið vel saman þannig það blandist vel. Ef þarf að bæta smá vatni við þannig þetta loði allt saman.
- Dreifið vel úr blöndunni á bökunarpappírsklædda ofnplötu.
- Setjið ofnplötuna inn í miðjan ofninn í 20-25 mín. ATH að hræra í granólanu 2-3x á bökunartímanum. Bakið þar til orðið gullinbrúnt. Granólað er enn aðeins mjúkt þegar það kemur úr ofninum en verður meira stökkt þegar kólnar.
- Láta kólna og njóta!
- Geyma í lokuðum umbúðum eins og t.d. krukku.