Heimagerð salsasósa

Heimagert salsa

Heimagerð salsasósa

Þessi heimagerða salsasósa er rosalega bragðgóð og passar mjög vel með nachosi og rífur svolítið í. Hún hefur slegið í gegn í veislum hjá okkur og er alltaf jafn vinsæl.
Salsasósan er best ef hún fær að brjóta sig í a.m.k. 1 klukkustund eða lengur áður en hún er borin fram. Tilvalið er að gera hana daginn áður.
Undirbúningur 10 minutes
Máltíð Side Dish, Snack
Cuisine Mexican
Skammtur fyrir 10

Búnaður

  • 1 Matvinnsluvél eða blandari

Hráefni
  

  • 1 dós Niðursoðnir tómatar Niðursoðnir kirsuberjatómatar eru sérstaklega góðir í þessa uppskrift
  • 2 msk Tómatpúrra
  • 1-2 stk Hvítlauksrif
  • 1 handfylli Ferskt kóríander
  • 2 msk Jalepeno úr krukku Minna eða meira eftir smekk
  • 1,5 msk Hvítvínsedik
  • 1/2 stk Lítill rauðlaukur Eða 1/4 stór rauðlaukur
  • 1/2 tsk Pipar
  • 1/2 tsk Salt
  • 1 tsk Sykur
  • 1/2 stk Lime safi úr 1/2 lime, ef vill

Leiðbeiningar
 

  • Skerið laukinn í grófa bita og setjið hann ásamt öðrum hráefnum í matvinnsluvél eða góðan blandara og blandið þar til allt er vel blandað saman
  • Kryddið til með salti og pipar
  • Geymið í loftþéttu íláti í kæli og leyfið að brjóta sig aðeins áður en er borið fram með nachosi eða í taco veisluna

Plöntupunktar

Stikkorð ferkst, Heimagert, partý, salsasósa, veisla