Í átt að heilbrigðari næringu og meltingu

Home » Product » Í átt að heilbrigðari næringu og meltingu

Í átt að heilbrigðari næringu og meltingu

8 vikna námskeið þar sem farið er yfir undirstöðuatriði í átt að heilbrigðari meltingu. Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja bæta sína næringu, þarmaflóru, meltingu og meltingareinkenni á skynsaman og heilbrigðan hátt.

Námskeið væntanlegt. Hægt er að skrá sig hér að neðan til að fá tilkynningu þegar opnað verður fyrir skráningu á námskeiðið. 

Fá tilkynningu þegar opnar fyrir skráningu

Flokkur:

Lýsing

8 vikna námskeið þar sem farið er yfir undirstöðuatriði í átt að heilbrigðari næringu og meltingu. Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja bæta sína næringu, þarmaflóru, meltingu og meltingareinkenni á skynsaman og heilbrigðan hátt.

Efni námskeiðsins er byggt á nýjustu rannsóknum á sviði næringar og meltingar. Áhersla er lögð á setja efnið fram á einfaldan og skiljanlegan hátt í formi fræðslu, örmyndbanda og verkefna. Atferlisæfingar verða hluti af námskeiðinu þar sem þátttakendur námskeiðsins æfa sig að innleiða þá þætti sem farið hefur verið yfir. Lengd námskeiðsins er 8 vikur.

Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir:

– Grunnþætti næringar og meltingar
– Fæðuvenjur
– Þarmaflóruna og næringu fyrir þarmaflóruna
– Meltingareinkenni og ráð við þeim
– Samband við mat
– Aðra þætti sem geta haft áhrif á meltingu eins og svefn, hreyfingu og andlega vellíðan

Innifalið í námskeiði:

– Vikuleg fræðsla þar sem nýtt efni kemur inn vikulega í 8 vikur
– Örmyndbönd fyrir hverja viku sem draga saman mikilvægar upplýsingar
– Stutt verkefni í hverri viku tengt viðfangsefninu
– Uppskriftahefti með ljúffengum uppskriftum