Lýsing
Lág FODMAP mataræðið er ætlað einstaklingum með iðraólgu (IBS).
Markmið námskeiðsins er að minnka einkenni og auka vellíðan einstaklinga. Lág FODMAP mataræði er þriggja fasa mataræði sem einstaklingur fylgir í um 12 vikur áður en viðkomandi hefur aðgang að sínu persónulega mataræði. Efni námskeiðsins er byggt á nýjustu rannsóknum.
Lág FODMAP mataræði hentar ekki barnshafandi konum, konum með barn á brjósti eða einstaklingum með átraskanir.
Lág – FODMAP námskeiðið skiptist í 3 fasa:
Fasi 1 – Farið yfir útilokunarfasa (4 vikur)
Fasi 2 – Farið yfir endurkynningarfasa (6-8 vikur)
Fasi 3 – Þitt persónulega mataræði
Innifalið í námskeiði:
– Fræðsluefni og verkefnihefti
– Örmyndbönd með fræðslu
– Endurgjöf frá næringarfræðingi á matardagbók
– Aðgangur að lokuðum facebook hópi
– Matseðlar
– Uppskriftahefti með ljúfengum uppskriftum