Ofnbakaður hafragrautur
Þennan ofnbakaða hafragraut er tilvalið að gera um helgar til að njóta og ef það er afgangur að eiga fyrir næstu daga. Þessi uppskrift er í algjöru uppáhaldi hjá okkur og er gerður reglulega á okkar heimilum.
Hráefni
Grunnur 1
- 3 stk Epli
- 2 dl Frosin bláber
- 4 stk döðlur
- 1/2 tsk kanill
Grunnur 2
- 4 dl Tröllahafrar
- 4 dl Haframjöl
- 1 dl Pekanhnetur saxaðar
- 1 tsk Kanill
- 1/2 tsk Salt
- 2 tsk Vanilludropar
- 1 tsk Lyftiduft
Grunnur 3
- 4 stk Egg
- 5 dl Mjólk Jurta eða kúa, hér notuð sojamjólk
- 3 msk olía
- 1/2 tsk salt
Leiðbeiningar
- Takið miðlungsstórt eldfast mót og kveikið á ofninum á blæstri við 180°C
- Skerið niður epli í teninga og setjið neðst í eldfasta mótið. Næst eru frosnum bláberjum bætt ofan á, ásamt söxuðum döðlum og í lokin er kanil stráð yfir.
- Í grunni 2 er öllum hráefnunum blandað saman í stóra skál
- Öllum hráefnum í grunni 3 er blandað saman í miðlungs stóra skál
- Grunni 3 er blandað við grunn 2 í stóru skálina og öllu blandað vel saman
- Blöndunni er hellt yfir grunn 1 í eldfasta mótið og dreift vel úr
- Dreifið nokkrum s-xuðum pekan hnetum yfir eldfasta mótið og setjið inn í ofn í 180°C í um 30 mínútur.
- Mjög gott er að bera þetta fram með grískri jógúrt eða skyri.