Bananabrauð – Glúteinlaust
Þetta bananabrauð er dásamlegt, stökkt að utan og mjúkt að innan. Fyrir þau sem kjósa brauðið glúteinlaust er nóg að fylgja uppskriftinni. Þó er hægt að nota aðrar mjölblöndur ef ekki er nauðsynlegt að hafa það glúteinlaust og þá er hægt að nota hveiti, venjulegt lyftiduft og sleppa xanthan gum. Einnig er í góðu lagi að nota kúamjólk fyrir þau sem kjósa það. Til þess að auka plöntupunkta er hægt að bæta við fræjum og/eða hnetum. Brauð sem er gott sem hversdagsbrauð eða til þess að taka með í ferðalagið.
Hráefni
- 1 stk Egg
- 1 dl Púðursykur
- 2 dl Haframjölshveiti Sjá leiðbeiningar
- 1 dl Fin mix Semper
- 2 dl Grov mix Semper
- 1/2 tsk Kanill
- 1/2 tsk Vanilludropar
- 1 tsk Salt
- 1 tsk Vínsteinslyftiduft
- 1/2 tsk Xanthan gum
- 3 msk Olía
- 1 dl Mjólk – Soja
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 190°C á blæstri
- Í hrærivélaskál er hrært saman eggi og púðursykri þar til blandan verður létt og ljós
- Stappið banana og bætið við blönduna
- Haframjölshveiti útbúið: 2 dl hafrar settir í blandara og blandið þar til verður að mjöli
- Blandið öllum þurrefnum saman við eggja, sykur og bananablönduna
- Bætið við olíu og mjólk og hrærið í um 1-2 mínútur rólega. Deigið er frekar þykkt
- Deiginu er skellt í brauðform og inn í ofn
- Bakað við 190°C á blæstri í um 40 mínútur