Lýsing
Við skráningu færð þú aðgang að netnámskeiðinu sem er skipt upp í 8 kafla af fræðsluefni ásamt verkefnum og verkfærum sem hjálpa þér í þinni vegferð í átt að heilbrigðari næringu og meltingu. Kaflarnir eru á formi texta, myndbanda, mynda og lítilla verkefna.
Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir:
- Grunnþætti næringar
- Starfsemi meltingar
- Fæðuvenjur
- Þarmaflóruna og næringu fyrir þarmaflóruna
- Meltingareinkenni og ráð við þeim
- Samband við mat
- Aðra þætti sem geta haft áhrif á meltingu eins og svefn, hreyfingu og andlega vellíðan
Þú færð einnig aðgang að aukaefni sem fylgir sem kaupauki með námskeiðinu. Aukaefni námskeiðisins er veglegt uppskriftahefti sem er stútfullt af girnilegum og bragðgóðum uppskriftum sem næra þig, ásamt ýmsum tækjum og tólum sem eru hjálpleg í gegnum námskeiðið.
Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir stórum hluta námskeiðisins.